„Hugurinn er garður.“
Victor Hugo, „Vesalingarnir“ 1st edition, Düsseldorf: Patmos, 2006, p. 28
ISBN: 3491961696
Um gjörvalla Evrópu hafa tölur um atvinnuleysi ungs fólks risið hratt og nýlegar spár lofa ekki góðu. Þess vegna þurfa fullorðinsfræðslan og starfsmenntunaraðilar að bregðast við með nýrri hugsun og nýjum aðferðum.
Verkefnið „Ræktaðu menntun þína – nýtt menntaumhverfi og tækifæri til að meta menntun og auka starfshæfni ungs fólks í Evrópu“ vill kynna nýtt fræðsluumhverfi (utandyra) og beita heildrænni nálgun á viðfangsefni sitt, einkum ungt atvinnulaust fólk. Verkefnið nýtir náttúruna og garða á heildstæðan hátt.
Markmið verkefnisins
Verkefnið býður hagnýtt efni til nota í fullorðinsfræðslu sem beinist að „menntaóvild“ meðal ungs fólks sem stendur höllum fæti. Forðast verður skapa vonleysi og uppgjöf meðal nemenda í fræðslustarfinu með hjálp „GARDEN – kennsluleiðbeininga“ og „Verkfærakistu“ til að hvetja nemendur og gera þá hæfa til starfa á vinnumarkaði.